Diction
Hringdu í 644 0800
Opið til kl. 17.00

Algengar spurningar

Ef ég neita að taka verkefni, hefur það þá áhrif á framtíðarverkefni?

Nei. Þó þú neitir að taka að þér ákveðið verkefni þá hefur það venjulega ekki nein áhrif á framtíðarverkefni hjá Diction.

Hvar get ég unnið sem þýðandi?

Hvar sem er á plánetunni Jörð. Eina krafan sem við gerum er að þú hafir tölvu og nettengingu.

Hvernig eru verðin fyrir þýðingaverkefni reiknuð?

Launin fyrir þýðendurna okkar eru reiknuð eftir verði fyrir hvert orð án vsk. Það getur verið munur á launum eftir því hvaða tungumál á í hlut. Einnig er auka gjald lagt á tæknilegar þýðingar, sem fer eftir því hversu flókið verkefnið er. Ef um er að ræða t.d. læknisfræðilegar, lögfræðilegar eða tæknilegar þýðingar þá er yfirleitt greitt meira fyrir það.

Hvaða tegundir af verkefnum get ég fengið sem þýðandi?

Það er mikil fjölbreytni í þeim starfssviðum sem verkefnin geta verið frá. Það geta verið allt frá textum fyrir heimasíður, bækur yfir í vottorð og skírteini svo eitthvað sé nefnt. Við mælum þar af leiðandi með því að þú takir fram ef þú hefur reynslu af að þýða sérstaka tegund af texta. Þú getur síðan valið hvort þú vilt samþykkja eða synja verkefninu sem þér býðst ef þú telur að það sé ekki innan þíns sviðs

Hvaða CAT-hugbúnað notar Diction?

Við notum Memsource og XTRF. Við sendum þér hlekk til að virka aðganginn þinn.

Fæ ég úthlutað verkefni um leið og ég er komin á skrá sem þýðandi hjá Diction?

Diction getur ekki ábyrgst hversu mörg verkefni þú færð eða hvenær. Það fer eftir því hver eftirspurnin er. Það geta verið mörg verkefni á einhverju tímabili og svo geta komið tímabil, þar sem það eru engin verkefni. Ef þú getur ekki tekið að þér verkefni getur þú alltaf hafnað. Eins ef þú sérð fram á að hafa svigrúm til að taka að þér mörg verkefni á vissu tímabili, geturðu látið okkur vita til að auka líkurnar á að fá verkefni.

Getur maður verið í fullu starfi sem þýðandi hjá Diction?

Diction er með fjölda sjálfstætt starfandi þýðenda, sem eru næstum í fullu starfi með verkefni sem koma eingöngu frá Diction. Hjá flestum þýðendum er þetta breytilegt og það getur verið allt frá því að fá nokkra tíma á mánuði yfir í stærri verkefni sem geta tekið nokkrar vikur (og einstaka tilfelli í nokkra mánuði). Það er mjög misjafnt á milli tungumálasamsetninga hversu margar pantanir um þýðingar við fáum á mánuði. Þú getur fengið upplýsingar hjá verkefnastjóranum þínum hjá Diction, hversu mörg verkefni eru í boði í tengslum við þína tungumálasamsetningu.

Þarf maður menntun til að gerast sjálfstætt starfandi þýðandi hjá Diction?

Já. Diction gerir kröfur um að þú hafir meistaragráðu eða menntun sem samsvarar meistaragráðu til að gerast sjálfstætt starfandi þýðandi hjá Diction. Ef þú ert ekki með meistaragráðu þá getur verið að í einhverjum tilvikum sé bachelorgráða og margra ára reynsla af þýðingum sé metið nægjanlegt. Hvert tilfelli er metið sérstaklega.

Diction Ísland ehf.
Kalkofnsvegur 2, 3. hæð
Hafnartorg, 101 Reykjavík
Ísland
644 0800
KT: 560123-1670
VSK-nr: 147862
visamastercardbank_transfer