Diction
Hringdu í 644 0800
Opið til kl. 17.00

Leiðbeiningar um hvernig þú getur verðlagt þýðingar

Hvernig get ég verðlagt þýðingar?

Hvernig á að verðleggja hinar ýmsu þýðingar er eitthvað sem allir þýðendur þurfa að meta. Það getur reynst flókið að finna út úr því hvað þýðingastofur eru að greiða í laun fyrir þýðingaverkefni og því spurning hvernig á að verðleggja sína vinnu. Er best að fá greitt fyrir tímafjölda? Setja fast verð á verkefni? Fá greitt fyrir hvert orð? Eða mögulega eitthvað allt annað. Þýðingastofur reikna verðin út á misjafnan hátt, en hjá Diction vinnum við alltaf með visst verð fyrir hvert orð. Á þetta við bæði gagnvart viðskiptavinum okkar og þýðendum. Í raun getur þú sett upp það verð sem þú vilt fyrir hvert orð.

Ef þú hefur svigrúm til að taka að þér nokkur verk er alveg spurning um að lækka verðið. Ef þú getur tekið að þér fullt af verkefnum þá getur þú mögulega tekið hærra verð. Þú getur alltaf skrifað til okkar og fengið ráðleggingu ef þú ert í vafa um hvernig þú eigir að verðleggja þig.

Við mat á því hvaða launakröfur ÞÚ getur gert skiptir það mál hvernig þýðanda-”prófíllinn” þinn lítur út. Hér skiptir t.d. máli í hvaða fögum og tungumálum þú ert sérhæfð/ur í.

Sérfræðiþýðingar á móti almennum þýðingum

Þýðendur með sérfræðiþekkingu geta oftast sett upp hærra verð en þeir sem þýða almennan texta. Það er m.a. vegna þess að það tekur tíma að öðlast sérfræðiþekkingu og það tekur einnig lengri tíma að þýða sérfræðitexta, þar sem þeir eru oft mjög flóknir. Það er bæði mikil þörf og eftirspurn eftir sérhæfðum þýðendum og þeir geta því gert kröfur um hærri laun.

Það er mikil eftirspurn eftir þýðendum sem eru sérhæfðir í þessum faggreinum:

  • Lögfræði
  • Læknisfræði
  • Fjármögnun og fjármálum
  • Tæknilegum texta t.d. notendahandbókum

Almennir þýðendur þýða oftast ýmiskonar texta af ólíkum uppruna. Það getur t.d. verið innan hugvísinda, bókmennta, markaðsmála, menningar, heimasíður og fl. (það er að sjálfsögðu hægt að sérhæfa sig í þessari tegund af texta en flestar þýðingastofur líta á þetta sem almennan texta). Almennir þýðendur fá aðgang að margvíslegum ólíkum verkefnum og fá oft mikinn fjölda verkefna.

Það er mikið framboð á almennum þýðendum og það þýðir að samkeppnin er meiri. Almennir þýðendur þurfa því vera með samkeppnishæf verð og það leiðir oft til lægra verðs á hvert orð en það sem sérhæfðir þýðendur geta fengið. Það er horft til þess að það er auðveldara að þýða almenna texta og því ætti að vera hægt að þýða fleiri orð á dag, en þegar um er að ræða sérhæfðar þýðingar.

Í flestum tilvikum er hægt að fara fram á hærra verð þegar um er að ræða forgangsverkefni/flýtiverkefni. Oftast eru verkefni sem eru með innan við 24 tíma afhendingarfrest, flokkuð sem forgangsverkefni, en það fer þó aðeins eftir magni textans. Það er gott að vera búinn að ákveða hvort þú ætlir að innheimta sérverð fyrir forgangsverkefni og meta hvort þú hafir svigrúm til þess að taka verkefni með mjög stuttum afhendingartíma.

Lágmarksverð fyrir þýðingar

Til að tryggja lágmarkslaun fyrir þýðingar ættir þú taka afstöðu til þess að setja þér lágmarksverð. Það er þá alltaf öruggt að þú færð þau laun í þeim tilfellum þegar verkefnin eru lítil. Þú getur alltaf haft samband og spurt okkur ef þú ert í vafa um hvað þú getur sett sem lágmarksverð.

Hvaða tungumálum getur þú þýtt úr og yfir á?

Diction vinnur eingöngu með móðurmálsþýðendum, sem þýðir að þú getur eingöngu þýtt yfir á þitt móðurmál.

Upphæð launanna byggist mikið á því hvaða tungumál þú ert að þýða úr og yfir á. Þýðingar innan vissra tungumála er mun betur launað en þegar unnið er með önnur tungumál. Er það einkum byggt á því að það tekur lengri tíma að þýða textana og það er ekki mikið framboð af þýðendum, sem vinna með þessa tungumálasamsetningu. Gott dæmi um tungumál þar sem launin eru hærri er finnska. Algengari tungumálasamsetningar eru t.d. þegar þýða á úr ensku yfir á íslensku, en það þýðir oftast lægri laun því það eru margir sem geta þýtt úr ensku. Þú þarft einnig að taka staðsetningu þýðingastofunnar inn í myndina, þar sem það getur verið munur á launum á milli landa.

Getur þú gert meira en að þýða? Komdu því þá á framfæri

Til að eiga möguleika á að hækka launin þín ættir þú að íhuga hvaða þjónustu þú getur boðið. Getur þú t.d. boðið upp á þýðingar, prófarkalestur og textagerð? Komdu því þá á framfæri við verkefnastjórann okkar, eða taktu það fram þegar þú setur upplýsingar um þín verð inn í kerfið hjá okkur. Með því að taka fram alla þá þjónustu sem þú getur veitt, eykur þú líkurnar á því að fá fleiri verkefni.

Finndu út möguleg mánaðarlaun

Þú getur reiknað út möguleg laun með því að meta hversu lengi þú ert að þýða, hversu mikinn tíma þú hefur fyrir þýðingar og hvað þú getur tekið mikið að þér. Með því að margfalda orðafjölda þýddra orða á hverjum degi með verði fyrir hvert orð færðu möguleg mánaðarlaun. Við aðstoðum þig gjarnan með að finna út úr því hvað er raunhæft í þínu tilviki.

Vonandi getur þú notað leiðbeiningarnar hér að ofan til að finna út úr því hvað það er sem skiptir máli, þegar þú ert að meta möguleg laun fyrir þýðingar.

Borgaðu með greiðslukorti

Einstaklingar geta greitt rafrænt hjá okkur.
visamastercardbank_transfer
Fá tilboð
Diction Ísland ehf.
Kalkofnsvegur 2, 3. hæð
Hafnartorg, 101 Reykjavík
Ísland
644 0800
KT: 560123-1670
VSK-nr: 147862
visamastercardbank_transfer