Fréttasíða Diction
Hafðu samband
Forstjóri: Martin Boberg
Símanúmer: +45 2227 7016
Gsm: +45 2227 2868
Netfang: [email protected]
Hlekkir: Proff.dk, LinkedIn, Facebook, CVR.dk
Um Diction
Diction er ein af þýðingastofum Íslands sem er í örum vexti. Fyrirtækið var stofnað í Danmörku árið 2010 sem Diction I/S og svo skráð sem Diction ApS árið 2014. Árið 2022 býður þýðingastofan upp á þjónustu sína í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og á Íslandi. Alls starfa 11 starfsmenn á skrifstofu okkar og eru yfir 2000 sjálfstætt starfandi þýðendur á skrá hjá okkur. Veltan hjá Diction ApS árið 2020 var 10,2 milljónir danskra króna og er gert ráð fyrir að veltan verði yfir 12 milljónir danskra króna árið 2021.
Diction þýðir texta fyrir bæði viðskiptalífið, hið opinbera og einstaklinga. Viðskiptavinir okkar eru af öllum toga, stórir og smáir.
Hér eru nokkur dæmi um viðskiptavini okkar: Háskólinn í Kaupmannahöfn, Momondo, Berlingske Media, Santander Consumer Bank, PwC, Sveitarfélagið Kaupmannahöfn, Red Bull, Europcar, Det Kongelige Bibliotek, Ekspress Bank, Experimentarium, sýslumannsembættin í Danmörku, Embætti saksóknara, Rauði krossinn og Háskólinn í Árhúsum.
Martin Boberg
Martin Boberg er einungis 30 ára gamall og stofnaði þýðingastofuna meðan hann var í námi við Copenhagen Business School einungis 20 ára að aldri. Hann hóf reksturinn með eingöngu 3.000 DKK í stofnfé og velti eingöngu 71.000 DKK fyrsta árið. Í dag (2021), er veltan 10.200.000 milljónir danskar krónur árlega og fyrirtækið er með skrifstofur í Osló, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. Martin ólst upp í Frederiksberg og er með meistaragráðu í Viðskiptafræði og tungumálum (cand.merc.int) frá Copenhagen Business School. Áður en hann stofnaði Diction vann hann við símasölu á Spáni og í Sviss, auk þess að vinna við að selja dagblöð fyrir fyrir Berlingske Media á Strikinu í Kaupmannahöfn. Þar að auki hefur hann unnið fyrir danska Utanríkisráðuneytið í Kaupmannahöfn og var 6 mánuði í starfsnámi hjá dönsku alræðisskrifstofunni í New York.
Staðreyndir um Diction:
- Stofnað árið 2010
- Stofnað sem hlutafélag 2014
- Skrifstofa í Kaupmannahöfn síðan 2010
- Skrifstofa í Stokkhólmi og Osló frá 2017
- 11 starfsmenn sem sjá um reksturinn
- 2000 sjálfstætt starfandi þýðendur á skrá
- Þjónustar meira en 4000 viðskiptavini, innan lands sem utan.
- Velta árið 2020: 10,2 milljónir danskra króna, utan Vsk.
- Áætluð velta árið 2021: 12 milljónir danskra króna, utan Vsk
- Fyrirtækjakennitala: 35636455
- Diction þýðir yfir 10 milljónir orða á ári.
- Diction vinnur með þýðendum, með yfir 70 mismunandi þjóðerni
Áhugaverðar staðreyndir um Diction:
- Diction var stofnað 2010 með 60.000 ísl kr. í stofnfé og hefur ekki fengið auka hlutafé síðan þá og árið 2020 velti fyrirtæki 192 milljónir ísl. kr. fyrir Vsk.
- Diction byrjaði sem þýðingastofa rekin af námsmönnum í tungumálum
- Stofnandinn Martin Boberg hefur sína söluhæfileika frá þeim tíma hjá Berlinske, þar sem hann í mörg ár seldi dagblöð á Strikinu í Kaupmannahöfn.
- Frá 2011 til 2014 var skrifstofa Diction hjá Copenhagen School of Entrepreneurship (Vaxtarrými fyrir nýsköpunarfyrirtæki stofnað af nemendum).
- Diction hefur hlotið hin virtu Børsen Gazelle verðlaun bæði 2018 og 2019.