Hér er yfirlit yfir það hvers þú mátt vænta af því að starfa sem sjálfstætt starfandi þýðandi hjá Diction:
Hvers lags verkefni getur þú átt von á að fá
Sem sjálfstætt starfandi þýðandi færð þú möguleika á að vinna með fjölbreytt þýðingaverkefni. Við fáum pantanir inn frá viðskiptavinum okkar sem þurfa þýðingar á lögfræðitextum, vörulýsingum, fjármálaskýrslum, sakavottorðum og svo frv. Vegna þess hve verkefnin eru fjölbreytt þurfum við þýðendur með margskonar mismunandi þekkingu. Diction gerir ráð fyrir að þú hafir meistaragráðu en það þarf ekki að vera á sviði tungumála. Þú getur verið með menntun í hugvísindum, verkfræði, læknisfræði eða eitthvað allt annað. Ef þú ert ekki með tungumálabakgrunn, þá eru þýðingarnar þínar lesnar yfir af prófarkalesara, sem fer þá yfir málfar (án þess að breyta mikið hugtakanotkun).
Þú stjórnar því hvaðan þú vinnur
Hjá Diction getur þú unnið sem sjálfstætt starfandi þýðandi, hvar sem er í heiminum. Verkefnastjórar Diction vinna frá skrifstofu okkar í Kaupmannahöfn og eru við á milli 8 og 17 (GMT+1). Þú færð allar nauðsynlegar upplýsingar um möguleg verkefni hjá verkefnastjóranum og þú ákveður hvort þú viljir taka að þér verkefni eður ei hverju sinni.
Þegar þér eru boðin þýðingaverkefni
Hér fyrir neðan er yfirlit yfir ferilinn í stórum dráttum, þegar þér eru boðin þýðingaverkefni.
- Þú færð tölvupóst með boði um þýðingaverkefni frá verkefnastjóra Diction.
- Í póstinum færðu upplýsingar um eðli textans og tegund þýðingar, verð fyrir hvert orð og afhendingarfrest.
- Þú getur valið um hvort þú vilt taka verkefnið eða hafna.
- Ef þú tekur að þér verkefnið, færðu senda staðfestingu á því.
- Flestar af okkar þýðingum eru unnar í þýðingahugbúnaðinum Memsource. Það er gagnvirkur hugbúnaður, sem er einfalt að nota og kostar ekkert fyrir þig að fá aðgang að honum.
- Þegar þú hefur lokið við að þýða, sendir þú verkefnið venjulega í gegnum Memsource.
- Reikningar eru gerðir síðast í mánuðinum og þú færð yfirlit yfir þín verkefni. Þegar þú ert skráður sem þýðandi, færðu sendar leiðbeiningar um það hvernig þú gerir reikning fyrir þína vinnu.
Ef þig vantar frekari upplýsingar varðandi vinnu sem sjálfstætt starfandi þýðandi hjá Diction, er þér velkomið að hafa samband. Við mælum með því að skrifa okkur tölvupóst á [email protected] eða á [email protected].
Við viljum hafa teymi þýðenda með sem fjölbreytta þekkingu og hægt er og hvetjum við því alltaf til þess að senda okkur umsókn. Þó að við höfum þýðendur með sömu tungumálasamsetningu og þú þá vantar okkur oftast fleiri þýðendur. Fjöldi viðskiptavina vinna innan sérhæfðra sviða og við erum því alltaf að leita að þýðendum með sérhæfingar á vissum sviðum.
Við mælum með því að þú lesir yfir algengustu spurningarnar sem við fáum frá þýðendum og umsækjendum í Algengar spurningar og svör.