Diction
Hringdu í 644 0800
Opið til kl. 17.00

Leiðbeiningar varðandi það að gera vandaða ferilskrá

Venjuleg ferilskrá eða þýðenda-ferilskrá? Er ferilskrá ekki bara ferilskrá? Nei, það er reyndar mikill munur þar á og þú ættir að hafa það í huga þegar þú sendir inn umsókn um þýðendastörf.

Líkt og á við um venjulega ferilskrá, þá er mikilvægt að taka fram og leggja áherslu á þá hluti sem eru mikilvægir og þurfa að koma fram í þýðenda ferilskrá. Hér fyrir neðan færð þú 6 góð ráð um hvað ætti að koma fram í þinni þýðenda-ferilskrá.

1. Upplýsingar

Upplýsingar um hvernig við náum í þig eru auðvitað einnig mikilvægar í þýðenda-ferilskrá. Það þarf að vera auðvelt að ná sambandi við þig í gegnum tölvupóst, í síma og mögulega á LinkedIn eða öðrum viðeigandi miðlum eins og Proz.com. Ef þú ert með skráð VSK númer er einnig gott að skrá það með. Hjá Diction gerum við kröfu um að allir EU-ríkisborgarar, sem vilja vinna fyrir okkur, séu með skráð VSK númer. 

2. Tungumál og möguleg starfsgeta - tímafjöldi

Komdu því skýrt til skila hvert móðurmál þitt er. Diction vinnur eingöngu með móðurmálsþýðendum og því mjög mikilvægt að það komi skýrt fram. Einnig þarf að vera skýrt hvaða tungumálum þú þýðir úr og yfir á.

Þar sem við erum þýðingastofa er það nauðsynlegt fyrir okkur að vita hversu mikinn tíma þú gerir ráð fyrir að hafa í þýðingar og hversu oft. Það er því gott að taka það fram hversu marga tíma í viku þú gerir ráð fyrir í þýðingavinnu og nefna hvað þú þýðir eða prófarkalest mörg orð á dag.

3. Verð og sérsvið

  • Gagnsæ verðskrá
  • Sérsvið

Í þýðingageiranum er mikilvægt að það sé gagnsæi um verð. Það einfaldar allt ferlið og gerir okkur auðveldara að meta hvort þitt verðlag passi í okkar fjárhagsáætlun og öfugt. Þetta er atriði sem sker sig úr frá hinni venjulegu ferilskrá.

Diction vinnur með verðskrá sem byggist á verði fyrir hvert orð. Fyrir þýðingar þá byggist það á fjölda orða í frumtexta og fyrir prófarkalestur byggist það á fjölda orða í marktexta. Það er því mikilvægt að þú takir fram hvað þú tekur á hvert orð, bæði fyrir þýðingar og prófarkalestur.

Annað atriði sem mikilvægt er að komi fram í ferilskrá er á hvaða sérsviði þú vinnur. Hér er gott að það komi fram hvaða sérsvið og fagreinar þú myndir vilja þýða innan, en það gæti t.d. verið: lögfræði, læknisfræði, bæklingar, markaðsmál, náttúrufræði, bókmenntir, menning og hugvísindi.

Það einfaldar okkur að meta hvaða verkefni passa þér.

4. Menntun

Það er oftast viðeigandi að taka fram alla þá menntun sem þú hefur. En þú mátt gjarnan taka sérstaklega fram þína hæstu menntun. Það getur t.d. verið bachelorgráða og/eða meistaragráða.

Hjá Diction gerum við kröfu um að allir þýðendur séu að minnsta kosti með meistaragráðu eða samsvarandi menntun. Í einhverjum tilvikum getur starfsreynsla og bachelorgráðar verið metin sem samsvarandi menntun.

5. Viðeigandi reynsla

Hér á reynsla af þýðingum að vega mest. Hvers lags verkefni hefur þú verið að vinna með og innan hvaða faggreina?

Hér er gott að taka fram hversu lengi þú hefur unnið við þýðingar, þar sem það getur skipt máli í einhverjum tilvikum. Það getur t.d. verið metið samsvarandi menntun, ef þú uppfyllir ekki skilyrðið um meistaragráðu.

Þar eftir mælum við með því að taka fram aðra starfsreynslu, þar sem það getur haft áhrif á þína þekkingu og færni innan vissra faggreina. Þó þú hafir ekki unnið við þýðingar í þeim störfum, þá getur þú haft þekkingu sem nýtist og kemur til góða þegar þarf að þýða texta innan þeirra faggreina. Hafir þú sem dæmi unnið við sölu og markaðsstörf í þrjú ár, þá þekkir þú fagmál greinarinnar og getur þýtt innan þess geira.

6. Dæmi um þýðingaverkefni eða meðmæli

Það er ekki nauðsynlegt að nefna dæmi um fyrri þýðingaverkefni, en það getur hjálpað verkefnastjóranum til að ákveða hvort sú reynsla geti nýst í mögulegum verkefnum. Þú getur líka sett það sem viðhengi til að sýna fram á að þú reynslu af samsvarandi þýðingum.

Það er líka gott að setja umsagnir frá fyrrum viðskiptavinum eða samstarfsaðilum með í ferilskrána.

Borgaðu með greiðslukorti

Einstaklingar geta greitt rafrænt hjá okkur.
visamastercardbank_transfer
Fá tilboð
Diction Ísland ehf.
Kalkofnsvegur 2, 3. hæð
Hafnartorg, 101 Reykjavík
Ísland
644 0800
KT: 560123-1670
VSK-nr: 147862
visamastercardbank_transfer