Diction
Hringdu í 644 0800
Opið til kl. 17.00

Þýðingar með auka yfirlestri - Hvenær er þörf á auka yfirlestri?

Þýðingar með auka yfirlestri

Það er misjafnt eftir eðli textans en í einhverjum tilvikum getur auka yfirlestur verið nauðsynlegur og er hann þá framkvæmdur af öðrum en þýðandanum sjálfum. Auka yfirlestur getur t.d. verið nauðsynlegur þegar textinn er mjög tæknilegur eða til að hugtakanotkun sé örugglega rétt. Þetta getur átt við um t.d. þýðingar á lögfræðilegum texta, tæknilegum texta fyrir byggingaáætlanir, læknisfræðilegum texta eða þýðingar á fjármálatexta.

Hvenær er þörf á auka yfirlestri?

Í ýmsum tilfellum getur það verið nauðsynlegt að kaupa auka yfirlestur. Ef þú ert í vafa um hvort þú þurfir auka yfirlestur þá aðstoðum við þig við að meta stöðuna og ráðleggjum þér. Þú sendir inn fyrirspurn, þér að kostnaðarlausu, sem verkefnastjóri okkar metur síðan. Hér eru nokkur tilvik sem krefjast oftast auka yfirlesturs: lagatextar, textar í tengslum við vörumerki og einkaleyfi, útboðsgögn, lögfræðilegar álitsgerðir, sjúkraskýrslur, læknisfræðilegar fræðigreinar, tæknilegar upplýsingar, faglega flóknir textar, textar sem eiga að fara í prentun, eða aðrar upplýsingar varðandi sjúklinga.

Textar þar sem oftast er ekki þörf á auka yfirlestri

Við hjá Diction viljum alltaf skila frá okkur vandaðri vinnu og um leið gefa viðskiptavinum okkar hagstæð verð. Verðlisti okkar er því settur saman á einfaldan og rökréttan hátt. Sumar þýðingar eru einfaldari en aðrar og þá nægir að fá móðurmálsþýðanda til að þýða textann þinn. Sem dæmi um texta þar sem yfirleitt er ekki þörf á auka yfirlestri eru t.d. tölvupóstssamskipti, textaþýðingar fyrir sjónvarp, handrit, textar fyrir samfélagsmiðla, einfaldar vörulýsingar fyrir heimasíður eða fréttabréf.

Svona reiknum við verðin

Til að fá verðtilboð þá sendir þú okkur skjal eða skjöl í gegnum heimasíðuna okkar. Þú útfyllir formið á síðunni eða sendir tölvupóst á netfangið okkar [email protected]. Diction vill hafa gagnsæi í verðskránni og við reiknum verðin venjulega út frá fjölda orða. Ef skjalið er skannað eða á myndformi þá getum við einnig gefið tilboð fyrir hverja síðu.

Afhendingartími

Þýðingar sem þurfa bæði móðurmálsþýðendur og auka yfirlestur eru oftast tilbúnar eftir 2-3 virka daga. Þetta er hinn almenni afhendingarfrestur fyrir 2-3 blaðsíður. Ef um er að ræða fleiri blaðsíður þá getur þýðingin að sjálfsögðu tekið lengri tíma. Ef það liggur á að fá textann þýddan þá geturðu nefnt það við verkefnastjórann okkar og við athugum hvort við getum byrjað samstundis. Í tilfelli flýtiverkefna leggst venjulega á aukagjald, en það getur verið breytilegt eftir því hver tímafresturinn er og hvort vinna þurfi verkefnið utan venjulegs dagvinnutíma.

Trúnaður

Mikið af þeim texta sem við fáum frá viðskiptavinum okkar innihalda viðkvæmar persónuupplýsingar og leggjum við því mikið upp úr trúnaði. Við hjá Diction erum bundin þagnarskyldu af því að við vinnum mikið með þess konar skjöl, bæði frá fyrirtækjum og einstaklingum. Það geta t.d. verið læknaskýrslur, sakavottorð eða skjöl sem varða viðskiptaleynd. Ef þú sendir til okkar skjöl til að fá tilboð í þýðingaverkefni og þér snýst hugur eða afneitar tilboði frá okkur, þá eyðum við skjalinu samstundis.

Þýðingar úr og yfir á öll tungumál

Diction getur aðstoðað þig með að þýða úr og yfir á flest öll tungumál í heiminum og vinnur með fjöldann allan af tungumálasamsetningum. Við þýðum mest yfir á evrópsk tungumál, en við höfum einnig mikla reynslu af því að þýða yfir á asísk og suður-afrísk tungumál. Við höfum á okkar 12 ára ferli náð að safna saman stórum hópi af sérfræðingum og samstarfsaðilum, um allan heim, með sérþekkingu í þeim tungumálasamsetningum sem þörf er á hverju sinni.

Borgaðu með greiðslukorti

Einstaklingar geta greitt rafrænt hjá okkur.
visamastercardbank_transfer
Fá tilboð

Þetta hafa viðskiptavinir okkar að segja

Við notum Diction til að þýða fyrir okkur m.a. vörutexta yfir á ólík skandinavísk tungumál. Afhendingartíminn er stuttur, þýðingarnar eru alltaf réttar og ferlið er ótrúlega einfalt og þægilegt. Svo skemmir það ekki fyrir að verðið er það besta sem við höfum séð.
Christian Birksø
Christian Birksø
eAnatomi.dk
Við höfum oft fengið Diction til að þýða tæknilega texta, en það krefst þess að þýðandinn hafi innsýn inn í byggingartæknileg hugtök. Við höfum í hvert skipti fengið villufríar, hágæða þýðingar frá Diction. Auk þess hafa verðin verið sanngjörn.
Alexander Wulff
Alexander Wulff
ABEO A/S
Emil T. S.
Emil T. S.
Privatkunde
Ayman
Ayman
Privatkunde
Niran S.
Niran S.
Privatkunde
Asbjørn N.
Asbjørn N.
Privatkunde
Camilla
Camilla
Privatkunde
Mads M.
Mads M.
Privatkunde
Diction Ísland ehf.
Kalkofnsvegur 2, 3. hæð
Hafnartorg, 101 Reykjavík
Ísland
644 0800
KT: 560123-1670
VSK-nr: 147862
visamastercardbank_transfer