Diction
Hringdu í 644 0800
Opið til kl. 17.00
Byggingaiðnaðurinn

Þýðingar innan byggingaiðnaðarins

Í byggingageiranum eru gerðar miklar kröfur um skýrleika þegar um er að ræða tæknilegar ráðstafanir og öryggi. Þýðendur okkar hafa margra ára reynslu af að þýða texta fyrir byggingageirann og þú getur verið viss um þegar þú velur Diction að þú færð vandaða texta sem standa undir kröfum.

Við notum nýjustu tækni við þýðingar

Þýðendur hjá Diction nota nýjustu hugbúnaðartækni við þýðingar og eru því vel í stakk búnir til að vinna nákvæma og skýra texta. Tæknin tryggir að það séu notuð rétt hugtök í gegnum allan textann sem minnkar líkur á misskilningi og tvíræðni í textanum. Vel skrifaðir textar sannfæra viðskiptavinina um að þeir eigi að velja þig sem þjónustuaðila.

Fáðu auka yfirlestur yfir þýðinguna þína

Þegar þú pantar þýðingu hjá Diction þá hefur þú möguleika á að velja um aukayfirlestur, sem unninn er af öðrum prófarkalesara en þýðandanum. Allir okkar prófarkalesarar hafa margra ára reynslu og sumir eru sérfræðingar innan byggingageirans. Þeir tryggja að bæði málfar og hugtakanotkun er rétt og að samræmi sé í gegnum allan textann, hvort sem um er að ræða texta fyrir nýbyggingar, öryggisatriði á byggingarstað eða útboðsgögn. Auka yfirlestur er sú þjónusta sem tryggir að lokatextinn uppfyllir bæði þínar kröfur og kröfur viðskiptavina þinna. Ef þú þarft texta með skýrum boðskap, en ert í vafa hvort þú þurfir auka yfirlestur, þá er þér alltaf velkomið að hafa samband og við förum yfir stöðuna saman og finnum réttu lausnina.

Við þýðum meðal annars eftirfarandi texta úr byggingageiranum: útboðsgögn, tæknileg gögn, texta sem varða öryggi á vinnustað, auglýsingar og markaðssetningu.

Borgaðu með greiðslukorti

Einstaklingar geta greitt rafrænt hjá okkur.
visamastercardbank_transfer
Fá tilboð

Viðskiptavinir okkar

Diction Ísland ehf.
Kalkofnsvegur 2, 3. hæð
Hafnartorg, 101 Reykjavík
Ísland
644 0800
KT: 560123-1670
VSK-nr: 147862
visamastercardbank_transfer