Þýðingar inna fata- og textíliðnaðarins
Þýðingar á textum innan fata- og textílgeirans þurfa að innihalda rétt hugtök og það er mikilvægt að smáatriðin séu í lagi. Það er mikil samkeppni innan geirans, en þýðendur okkar hafa margra ára reynslu af þessum gríðarstóra geira. Þú getur því verið viss um að fá texta sem eru vel skrifaðir, réttir og sannfærandi.
Samfeldni í texta með notkun nýjustu tækni við þýðingar
Með aðstoð nýjustu tækni innan þýðinga, tryggjum við ekki eingöngu að notuð séu rétt hugtök, heldur einnig að samræmi sé í notkuninni gegnum allan textann. Með því er engin hætta á misskilningi og að boðskapur textans er skýr og ótvíræður. Einsleitni í textanum gerir hann áhrifameiri.
Prófarkalestur frá öðrum sérfræðingi
Þýðandinn fer að sjálfsögðu yfir þýðinguna áður en hún er send til þín, en ef þú vilt þá getur þú einnig fengið yfirlestur á textanum frá öðrum sérfræðingi innan fata- og textílgeirans. Þú getur valið þessa auka þjónustu þegar þú pantar þýðingu og það tryggir að textinn er í hæstu mögulegu gæðum og að það eru engar villur eða misskilningur í honum. Við höfum á skrá hjá okkur tungumálasérfræðinga sem hafa þekkingu á faginu. Það geta verið textar varðandi framleiðslu, sölu eða aðra hluti innan geirans. Sérfræðingar okkar geta ávallt uppfyllt gæðakröfur þínar og þinna viðskiptavina. Hafðu samband og við förum yfir það hvort þú þurfir auka prófarkalestur.
Við þýðum meðal annars þessar tegundir texta innan fata og textílgeirans: vörulýsingar, útboðstextar, efni fyrir markaðssetningu, vörulista og tæknileg gögn.