Þýðingar af texta fyrir vefverslanir og heimasíður
Samkeppnin í hinum rafræna heimi er mjög mikil og því er mikilvægt að hafa vandaðan texta ef þú vilt ná athygli viðskiptavina. Þýðendur okkar hafa mikla þekkingu á þessu sviði og ávallt tilbúnir til að aðstoða þig með vefverslunina eða heimasíðuna þína. Með því að prófarkalesa textann og nýta nýjustu mögulegu tæknina innan þýðingargeirans getum við lofað því að þú verður ekki fyrir vonbrigðum.
Nýjasta tækni við þýðingar tryggir gæði
Þýðendur okkar nota nýjasta þýðingarhugbúnaðinn við þeirra störf. Með því getum við tryggt að hugtakanotkun og málfar er rétt og samræmi sé í notkun þeirra í gegnum allan textann. Þú þarft því ekki að óttast stafsetningavillur sem geta valdið misskilningi á milli þín og viðskiptavina þinna. Þýðendur okkar eru sérfræðingar í allt frá vefverslunum til fyrirtækjavefsíðna og með því að nýta nýjustu tækni við þýðingar getum við tryggt hágæða texta.
Möguleiki á að fá prófarkalestur á þýðingarnar
Eitt af því sem við gerum til að tryggja að það séu engar villur eða misskilningur í textanum er að við fáum annan sérfræðing til að lesa yfir þýðinguna. Þegar þú pantar þýðingar hefur þú möguleika á að fá auka yfirlestur af öðrum en þýðandanum sjálfum, óháð því hvort þýðingin snýr að upplýsingatækni, leiðbeiningabæklingum, eða hugbúnaðarupplýsingum. Líkt og á við um þýðendur okkar, þá eru prófarkalesarar okkar líka sérfræðingar þegar kemur að rafrænum viðskiptum, vefsíðum og greinum tengdum þeim. Það tryggir þér að það eru tveir sérfræðingar sem fara yfir textann áður en hann er sendur til þín. Það er því auka trygging fyrir því að lokatextinn sé réttur á alla vegu og af hæstu mögulegu gæðum.
Þú getur alltaf hringt í 644 0800 eða sent okkur tölvupóst á [email protected] og við förum yfir hvort þörf sé á auka prófarkalestri.
Við þýðum reglulega eftirfarandi texta fyrir vefverslanir og heimasíður: texta á vefverslunum, vörulýsingar, markaðefni, auglýsingar og heimasíður fyrirtækja.