Fjármálaþýðingar fyrir banka- og fjármálageirann
Við þýðingar á texta af fjármálalegum toga er það algjört skilyrði að notuð séu rétt hugtök og að þýðandinn hafi þekkingu innan fjármálageirans. Þýðendur okkar hafa margra ára reynslu af að þýða fjármálatexta og þú getur því verið viss um að fá þýðingu þar sem málfar og hugtakanotkun er rétt.
Samfelldni í texta með notkun nýjustu tækni við þýðingar
Við notum nýjustu tækni við þýðingar, en það tryggir ekki eingöngu að notuð séu rétt hugtök, heldur einnig að það sé samræmi í notkun þeirra í öllum þýðingum sem þú pantar hjá okkur. Þannig getum við tryggt samræmi í málfari og komið í veg fyrir misskilning. Við tryggjum sem sagt að þín hugtakanotkun sé notuð í öllum þýðingum sem þú pantar hjá okkur og boðskapur textans er skýr og augljós.
Möguleiki á auka prófarkalestri
Auk þess að nýta nýjustu tækni við þýðingarnar, þá tryggjum við einnig að textinn sé þýddur af sérfræðingi í viðeigandi geira, í þessu tilviki fjármálageirans. Við vitum hversu mikilvægt það er að geta boðið upp á hágæða þýðingar sem uppfylla bæði þínar kröfur og kröfur samstarfsaðila þinna. Þegar búið er að þýða textann, getum við áframsent hann til okkar færu prófarkalesara til yfirlestrar. Þeir fara yfir að rétt hugtök séu notuð og að mál og málfar sé rétt. Með því að fá auka prófarkalestur fara tveir sérfræðingar yfir textann áður en hann er sendur til þín. Hafðu samband og við metum stöðuna með þér og hvort þú þurfir auka prófarkalestur.
Við þýðum meðal annars eftirfarandi tegundir texta innan fjármálageirans: ársskýrslur, skýrslur, lykiltöluskýrslur, fjárfestingaupplýsingar, reikningsyfirlit, uppgjör, staðfestingar á skráningu, fréttabréf, samninga og tryggingaskilmála.