Tæknilegar þýðingar með réttri hugtakanotkun
Tæknilegar þýðingar geta verið flóknar fyrir þýðendur og það er mikilvægt að notuð séu rétt hugtök í þýðingunni. Þess vegna höfum við reynslumikla þýðendur með margra ára reynslu af tæknilegum þýðingum. Þú getur því verið viss um að fá vandaðar hágæða þýðingar þegar þú velur að fá Diction til að þýða fyrir þig.
Samfelldni í texta með notkun nýjustu tækni við þýðingar
Þökk sé nýjustu tækni við þýðingar tryggjum við að þýðingar frá okkur eru ekki eingöngu með rétta hugtakanotkun, heldur einnig að samræmi sé í málfari í gegnum allan textann. Þannig færð þú skýran og afdráttarlausan texta sem minnkar líkur á misskilningi. Við notum þýðingalausn sem er vistuð í kerfinu okkar og tryggjum með því að sú hugtakanotkun sem þú notar í þínu fagi skilar sér einnig í textann sem við þýðum fyrir þig.
Hágæðaþýðingar og möguleiki á auka yfirlestri
Diction hefur á skrá hjá sér þýðendur sem eru sérhæfðir á hverju sviði og þekkja sinn geira og hvað tíðkast innan hans. Ef þig vantar að láta þýða tæknilegan texta eins og t.d. notkunarleiðbeiningar, öryggisleiðbeiningar eða fylgiskjöl með vöru þá sjáum við hjá Diction til þess að það sé gert með réttri orða- og hugtakanotkun. Þegar þýðandinn hefur lokið við þýðinguna getur þú einnig fengið auka yfirlestur sem er aukið öryggi fyrir því að orða-og hugtakanotkun sé rétt. Þú færð því tvo sérfræðinga til að fara yfir textann og getur verið fullviss um að fá texta af hæstu mögulegum gæðum. Hafðu samband og við förum yfir það saman, hvort þú þurfir aukayfirlestur.
Við erum með mikla reynslu af því að þýða eftirfarandi tæknilega texta: handbækur, öryggisleiðbeiningar, vöruupplýsingar, vörulistar og fl.